Sækir um skilnað eftir að eiginmaðurinn sást með annarri

Montana Yao hefur sótt um skilnað við Malik Beasley sem …
Montana Yao hefur sótt um skilnað við Malik Beasley sem sást halda í hönd Lörsu Pippen í verslunarmiðstöð. Samsett mynd

Montana Yao, eiginkona NBA-stjörnunnar Maliks Beasleys, hefur sótt um skilnað við hann eftir að hann sást halda í hönd raunveruleikastjörnunnar Lörsu Pippen á almannafæri. Myndir birtust af þeim Beasley og Pippen í fjölmiðlum í vikunni.

Beasley og Yao eru búin að vera saman síðan 2018 og eignuðust sitt fyrsta barn, soninn Makai, í mars 2019. 

„Vá, ég þekki ekki einu sinni þennan mann. Þetta er klikkað, ég er að sjá þetta í fyrsta skipti eins og þið öll,“ skrifaði Yao á samfélagsmiðlum í vikunni eftir að myndirnar birtust. „Sannleikurinn mun alltaf koma fram að lokum, á einn hátt eða annan. Ég mun alltaf vera trú sjálfri mér og Guð hefur aldrei svikið mig,“ bætti hún við. 

Pippen virtist svara Yao á samfélagsmiðlum þegar hún skrifaði að fólk ætti ekki að trúa öllu sem það sæi á samfélagsmiðlum. „Jafnvel salt lítur út eins og sykur,“ skrifaði hún.

Pippen var gift fyrrverandi NBA-stjörnunni Scottie Pippen en sótti um skilnað við hann árið 2018 eftir 20 ára hjónaband. Þau eiga fjögur börn saman, Scotty yngri, Preston, Justin og Sophie. Pippen var í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of Miami. 

Elsti sonur Pippen, Scotty yngri, brást einnig við myndunum af móður sinni og skrifaði á Twitter: „Einbeiti mér að sjálfum mér og markmiðum mínum. Ég tek ekki ábyrgð á hegðun annarra. Allt í góðu hérna megin.“

Us Weekly

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson