Dylan selur réttinn að 600 lögum

Bob Dylan á tónleikum. Samningurinn við Universal nær ekki til …
Bob Dylan á tónleikum. Samningurinn við Universal nær ekki til þeirra laga sem Dylan á mögulega eftir að semja. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur selt Universal-tónlistarrisanum höfundarréttinn að um 600 lögum sínum í einum stærsta samningi sem gerður hefur verið í tónlistariðnaðinum. Talið er að kaupverðið hafi verið meira en 300 milljónir bandaríkjadala en það hefur ekki verið gefið upp opinberlega.

Um er að ræða allt höfundarverk Dylans á ferlinum, lög á borð við „Blowin' in the Wind“, „The Times They Are A-Changing“ og „Like a Rolling Stone“. „Það er engin launung að listin í lagasmíðum er undirstaða allrar góðrar tónlistar, né er það leyndarmál að Bob er einn sá fremsti í þeirri list,“ sagði Lucian Grainge, forstjóri Universal Music Publishing Group, við tækifærið en Dylan sjálfur hefur haft fá orð um samkomulagið sem var kynnt fyrr í dag. 

Samningurinn undirstrikar vaxandi markað með höfundarrétt en á síðustu misserum hafa höfundarverk tónlistarfólks á borð við Stevie Nicks, Blondie og Chrissie Hynde gengið kaupum og sölum fyrir háar upphæðir. Líklega státa þó fáir listamenn af jafnmiklum fjölda laga sem hafa sett svip sinn á 20. öldina og Dylan, en fjölmargir listamenn hefa gert eigin útgáfur af lögum hans sem skapa eigendum höfundarréttarins tekjur.

 Fréttin er byggð á umfjöllun New York Times.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant