Jólakveðja til þjóðarinnar

Kór Lindakirkju, sóknarprestur og velunnar tóku höndum saman þegar útséð var að samkomutakmarkanir myndu ekki leyfa hefðbundið kirkjustarf á aðventunni og settu saman jólakveðju til þjóðarinnar á myndbandsformi.

„Það var ákveðið að fara út í að gera þetta núna, að hálfu Lindakirkju vegna þess að við höfum alltaf verið með mjög vinsæla aðventuhátíð þar sem að kórarnir og tónlistafólkið okkar hafa fengið að njóta sín,“ segir Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju í samtali við mbl.is

Þar sem ekki er hægt að taka á móti fleiri en 10 gestum í núverandi ástandi og kórinn í Lindakirkju hefur lítið getað komið saman líkt og aðrir kórar þurfti að hugsa í lausnum.

„Okkur langaði til að gera eitthvað flott verkefni og það var ákveðið að fara út í að gera jóalag með myndbandi sem væri eins og jólakveðja til þjóðarinnar,“ hélt Guðmundur áfram. 

Lagið og textinn er eftir Guðmund sjálfan. „Þetta hefur verið svolítið jólalagið okkar í Lindakirkju,“ sagði Guðmundur.

Að myndbandinu koma fjölmargir listamenn, einsöngur er á höndum Regínu Óskar sem einnig starfar sem sunnudagaskólakennari í Lindakirkju í hjáverkum. Óskar Einarsson, tónlistastjóri Lindakirkju útsetti lagið, hljóðfæraleikarar auk Óskars eru Friðrik Karlsson, Jóhann Ásmundsson, Gunnlaugur Briem og Greta Salóme.

Myndbandið gerði Sindri Reyr Einarsson, Jóhann Ásmundsson tók upp og hljóðblandaði.

Lindakirkja í vetrarbúningi.
Lindakirkja í vetrarbúningi. Ljósmynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant