Jólakveðja úr norðvestri - skora á önnur embætti

Erna Rut og Steinar syngja inn jólakveðju frá lögreglunni á …
Erna Rut og Steinar syngja inn jólakveðju frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Ljósmynd/skjáskot

Steinar Gunnarsson og Erna Rut Kristjánsdóttir, lögregluþjónar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, syngja inn jólakveðju frá lögregluumdæminu í myndbandi sem sjá má hér að neðan. 

Steinar segir í samtali við mbl.is að þau hafi gert svipað myndband fyrir nokkrum árum en þá hafi það verið meira glens. Þá hafi oft verið skorað á þau í gegnum tíðina að endurtaka leikinn „Við ákváðum bara að slá til, svona á þessum tímum. Aðeins að hressa upp á tilveruna, ekki veitir af,“ segir Steinar.

Skorar á önnur embætti

Steinar segir tilganginn ekki síst að lögreglan sýni nýtt andlit og að það sé fólk á bak við búningana.

„Nú hendum við bara boltanum á önnur embætti,“ sagði Steinar, „Við skorum núna bara á önnur löggæsluembætti, slökkviliðið, Landhelgisgæsluna, tollinn og fangelsin að gera slíkt hið sama.“

Gaman verður að sjá hverjir taka áskorun Steinars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant