Ekki talað við dóttur sína í fjóra mánuði

Jamie Spears hefur ekki talað við dóttur sína, Britney Spears, …
Jamie Spears hefur ekki talað við dóttur sína, Britney Spears, síðan í ágúst. AFP

Jamie Spears, faðir söngkonunnar Britney Spears, segist ekki hafa talað við dóttur sína síðan í ágúst síðastliðnum. Hann sagði í viðtali við CNN að þangað til í ágúst hefði hann átt í góðu sambandi við hana. 

„Ég elska dóttur mína og sakna hennar mjög mikið. Þegar fjölskyldumeðlimur þarfnast sérhæfðrar umönnunar og verndar þurfa fjölskyldur að standa saman, eins og ég hef gert í meira en 12 ár, til að vernda og halda áfram að elska Britney skilyrðislaust. Ég hef elskað hana og mun halda áfram að halda að elska hana og vernda hana gegn þeim sem vilja hagnast á henni og þeim sem vilja skaða hana eða fjölskylduna mína,“ sagði Jamie í viðtalinu. 

Hann segir að allt hafi farið í skrúfuna hjá þeim þegar hún óskaði eftir því að hann fengi ekki að taka aftur við hlutverki sínu sem lögráðamaður hennar. Mikið hefur gengið á í lögráðamáli Britney síðustu mánuði og hún barist fyrir því að faðir hennar fái ekki aftur að vera lögráðamaður. 

Jamie steig til hliðar sem lögráðamaður hennar tímabundið á síðasta ári vegna veikinda. Þá var Jodi Montgomery skipuð lögráðamaður tímabundið og vildi Britney halda því þannig. Faðir hennar var á annarri skoðun og hafa þau tekist á í gegn um lögmenn sína fyrir dómara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson