Stella Tennant er látin

Ofur fyrirsætan Stella Tennant er látin. Mynd frá tískusýningu Chanel …
Ofur fyrirsætan Stella Tennant er látin. Mynd frá tískusýningu Chanel árið 2011. BENOIT TESSIER

Fyrirsætan Stella Tennant er látin, fimm dögum eftir 50 ára afmæli sitt. Tennant varð bráðkvödd 22. desember að því er fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldunni. 

Hin skoska fyrirsæta skapaði sér nafn í fyrirsætubransanum snemma á 10. áratugnum og sat fyrir í tímaritum á borð við Vogue og Harper's Bazaar. Hún gekk tískupalla fyrir hátískumerki á borð við Versace og Alexander McQueen og var andlit auglýsingaherferða Calvin Klein, Jean Paul Gaultier og Burberry. 

Hún kom einnig fram á lokahátíð Ólympíuleikanna í London árið 2012 ásamt fyrirsætunum Kate Moss og Naomi Campbell.

Tennant lagði fyrirsætustörfin á hilluna árið 1998 þegar hún var ólétt að sínu fyrsta barni en sneri aftur í hlutastarf eftir að hún varð móðir. 

Hún var gift franska ljósmyndaranum David Lasnet og eignuðust þau fjögur börn saman.

BBC

Tennant ásamt Karl Lagerfeld.
Tennant ásamt Karl Lagerfeld. BENOIT TESSIER
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant