Sýndi 45 kílóum léttari líkama um jólin

Jessica Simpson birti mynd af sér í jólanáttfötum á Instagram.
Jessica Simpson birti mynd af sér í jólanáttfötum á Instagram. Skjáskot/Instagram

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson var ekki að fela líkamann undir stórum náttfötum og teppi á jólunum. Hún birti mynd af sér í þröngum jólanáttfötum en fyrir rúmu ári greindi hún frá því að hún hefði lést um 45 kíló. 

Þriggja barna móðirin sem varð fertug fyrr á árinu var með íþróttabuxur á hælunum á myndinni en hún taldi manninn sinn hafa ætlað að taka mynd frá mjöðmum og upp. Í stað þess tók hann mynd af öllum líkama hennar. 

„Þú ert svo hraust,“ skrifaði leikkonan Jessica Alba við mynd Simpson. Fleiri hrósuðu henni fyrir að vera í góðu formi en einhverjir sögðu hana allt of granna. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.