Búinn að vera edrú í 45 ár

Anthony Hopkins er búinn að vera edrú í 45 ár.
Anthony Hopkins er búinn að vera edrú í 45 ár. AFP

Leikarinn Anthony Hopkins fagnaði því á dögunum að hafa verið edrú í 45 ár. Hann sagði árið hafa verið ótrúlega erfitt en hvatti fólk sem hefur lagt flöskuna á hilluna til að halda áfram í baráttunni. 

„Fyrir 45 árum í dag sá ég heiminn skýrt. Það stefndi í stórslys. Ég var að drekka mig í hel. Ég er ekki að predika neitt, en ég er með skilaboð: Það var lítil hugsun í höfði mér sem sagði „Viltu lifa eða deyja?“ og ég sagði „Ég vil lifa,““ sagði leikarinn í myndbandi á Instagram. 

Hann segir líf sitt hafa verið frábært eftir að hann tók þá ákvörðun að hann vildi lifa. Hann hafi vissulega upplifað erfiða daga og fundið stundum fyrir efa, en hann hélt áfram og er ánægðari fyrir vikið.

„Haltu bara áfram, haltu baráttunni áfram. Vertu sterkur og öfl alheimsins munu standa með þér. Það hélt mér í baráttunni í gegnum lífið. Það er það eina sem ég hef að segja, og gleðilegt nýtt ár. Þetta verður besta árið. Takk fyrir,“ sagði Hopkins.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.