Hræðist hópsmit í fangelsinu

Mossimo GIannulli er enn í fangelsi en Lori Loughlin er …
Mossimo GIannulli er enn í fangelsi en Lori Loughlin er laus. AFP

Fatahönnuðurinn Mossimo Giannulli hræðist mikið að smitast af kórónuveirunni í fangelsinu sem hann situr nú í. Hann eyðir þar af leiðandi mestum tíma í klefa sínum í hálfgerðri einangrun. 

„Hann má hringja í dætur sínar og son, það er það eina góða við daginn hans. Hann reynir að vera brattur fyrir krakkana en vegna þess að hann hræðist hópsmit í fangelsinu hefur hann eytt mestum tíma í klefanum, sem hefur verið andlega erfitt,“ segir heimildarmaður Us Weekly um fangelsisdvöl Giannullis.

Giannulli hóf afplánun sína í Lompoc-fangelsinu í Santa Barbara í Kali­forn­íu 20. nóvember síðastliðinn en hann hlaut fimm mánaða fangelsisdóm fyrir þátt sinn í háskólasvindlsmálinu. Eiginkona hans, leikkonan Lori Loughlin, hlaut tveggja mánaða dóm og lauk afplánun 28. desember.

„Hann les mikið, skrifar bréf til fjölskyldunnar og skipuleggur viðskiptaævintýri framtíðarinnar. Hann er líka maður Guðs og leggst á bæn þegar hann vantar styrk,“ sagði heimildarmaðurinn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.