Eldheitar kynlífssenurnar þaulskipulagðar

Phoebe Dynevor fer með aðalhlutverk í Bridgerton.
Phoebe Dynevor fer með aðalhlutverk í Bridgerton. mbl.is/Getty Images

Leikkonan Phoebe Dynevor fer með aðalhlutverkið í þáttunum Bridgerton á Netflix. Einstaklega fallegir búningar og eldheitar ástarsenur einkenna þættina en Dynever segir að ástarsenurnar hafi verið vel skipulagðar fyrir tökur. 

Hún segir að sérstakur nándarstarfsmaður hafi hjálpað til við að gera tökurnar öruggar. Senurnar sem hún lék í með Regé-Jean Page voru einnig vel skipulagðar. 

„Fyrsta senan mín var í þætti sex þar sem Simon fer niður á Daphne,“ sagði Dynevor í viðtali við Grazia. „Og það var frábært af því þær voru öruggar og skemmtilegar. Þú semur þær eins og áhættuatriði eða dans. Mér finnst klikkað að svona hafi þetta ekki alltaf verið. Ég hef leikið í kynlífssenum áður sem ég trúi ekki að ég hafi gert. Það eru bara fimm eða sex ár síðan en það væri ekki leyfilegt núna.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu ekki áhyggjur þó ferðaáætlanir þínar eða áætlanir sem tengjast námi líti ekki nógu vel út. Taktu því rólega og komdu jafnvægi á sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu ekki áhyggjur þó ferðaáætlanir þínar eða áætlanir sem tengjast námi líti ekki nógu vel út. Taktu því rólega og komdu jafnvægi á sjálfan þig.