Daði óskar eftir aðstoð almennings

Daði er hress og kátur.
Daði er hress og kátur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tón­list­armaður­inn Daði Freyr Pét­urs­son, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni í Rotterdam í maí, óskar eftir aðstoð almennings við gerð lagsins sem verður framlag Íslands í keppninni.

Þetta kemur fram í færslu Daða á Twitter en tónlistarmaðurinn er að leggja lokahönd á lagið. Hann ætlar að hafa kórkafla í því en hefur ekki aðgang að kór í kórónuveirufaraldrinum.

Þess vegna hvetur Daði fylgjendur sína á Twitter til að taka upp hljóðbrot og þannig leggja sitt af mörkum við framlag Íslands í söngvakeppninni.

Með myndbandi Daða á Twitter má finna leiðbeiningar um sönginn sem óskað er eftir en hann vantar sjö mismunandi raddir í kórinn. Upptökurnar verða síðan notaðar í laginu.

Lagið Think About Things með Daða og Gagna­magn­inu vann Söngv­akeppn­ina 2020 en vegna Covid-19 var hætt við Eurovisi­on sem átti að fara fram í Rotter­dam í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant