Faðir Tígriskóngsins smitaðist og lést

Joe Exotic úr Tiger King þáttunum vinsælu.
Joe Exotic úr Tiger King þáttunum vinsælu. AFP

Faðir Joe Exotic, stjörnunnar úr Netflix-þáttunum Tiger King, er látinn. Lát föðurins sem hét Francis Schreibvogel má rekja til kórónuveirusmits að því fram kemur á vef TMZ. Tígriskóngurinn afplánar nú 22 ára langan dóm í fangelsi. 

Joe Exotic gerir sér vonir um að mæta í jarðarförina. Lögfræðingar stjörnunnar vinna nú í að fá hann náðaðan og flugu til Washington-borgar í vikunni í því skyni. Í Washington eiga þeir mikilvægan fund í Hvíta húsinu en ef Donald Trump Bandaríkjaforseti náðar ekki stjörnuna ætla lögfræðingar stjörnunnar að reyna fá dagsleyfi fyrir stjörnuna. Jarðarförin á að fara fram á laugardaginn í Oklahoma í Bandaríkjunum. 

Árið 2019 var stjarnan fundin sek um dýraníð og fyrir að skipuleggja morð á Carole Baskin. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.