Grammy-verðlaunahátíðinni frestað

Beyonce Knowles er tilnefnd til 9 Grammy-verðlauna þetta árið.
Beyonce Knowles er tilnefnd til 9 Grammy-verðlauna þetta árið. AFP

Grammy-verðlaunahátíðinni hefur verið frestað fram í mars vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hátíðin átti að fara fram 31. janúar en hin nýja dagsetning er 14. mars. 

Fjöldi smita hefur aukist í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum, þar sem hátíðin mun fara fram. 

„Það er ekkert mikilvægara en heilsa og öryggi þeirra sem eru í tónlistarsamfélaginu okkar og allra þeirra sem leggja hönd á plóg við að framleiða verðlaunahátíðina,“ segir í tilkynningu frá Recording Academy sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. 

Önnur verðlaunahátíð, Screen Actors Guild Awards, á að fara fram sama kvöld og Grammy-verðlaunahátíðin 14. mars. Stjórnendur SAG-verðlaunahátíðarinnar hafa gagnrýnt val á dagsetningum og segjast hafa búist við meiri tillitsemi af hálfu Recording Academy. 

Ráðgert var að verðlaunahátíðin myndi aðeins fara fram í útsendingu og að engir áhorfendur yrðu í salnum. Það á enn við en fleiri verðlaunahátíðir hafa verið haldnar með þessu sniði frá því í haust vegna kórónuveirunnar.

Fyrstu mánuðir ársins eru venju samkvæmt undirlagðir verðlaunahátíðum. Vegna kórónuveirunnar hefur flestum þeirra verið frestað fram á vorið í þeirri von að ástandið verði betra þá. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson