Stefnir í skilnað hjá Kim og Kanye

Kim Kardashian West er nú sögð undirbúa að sækja um …
Kim Kardashian West er nú sögð undirbúa að sækja um skilnað við Kanye West. AFP

Stórstjörnurnar Kim Kardashian West og Kanye West eru sögð gera allt til þess að reyna að bjarga hjónabandi sínu. Kim er sögð vera að leggja drög að því að sækja um skilnað við eiginmann sinn. 

Fjöldi fjölmiðla í Bandaríkjunum greindi frá því í gærkvöldi að Kardashian West væri að undirbúa skilnað. Þá er einnig greint frá því að þau hafi ekki búið saman um nokkurra mánaða skeið.

Það er þó ekki öll von úti um að þau nái sáttum og eru þau sögð vera í hjónabandsráðgjöf. „Kim og Kanye er í ráðgjöf og eru að skoða kosti sína. Þau hafa verið að vinna í sambandi sínu lengi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ sagði heimildarmaður People um málið. 

Annar heimildarmaður People tók í sama streng og sagði að hjónabandið væri ekki alveg búið. Þau væru enn að skoða hvort hægt væri að bjarga því. 

Kardashian West og West gengu í það heilaga árið 2014 og eiga fjögur börn saman, þau North 7 ára, Saint 5 ára, Chicago 2 ára og Psalm sem verður 2 ára í maí. 

Kardashian West nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og munu þau styðja hana í öllu því sem hún ákveður að gera. „Kris Jenner og systur hennar eru að reyna að styðja hana eins vel og þær geta. Þau hafa séð Kim takast á við stór verkefni síðastliðið árið og vilja bara allt það sem er henni og Kanye fyrir bestu, hvernig sem það mun líta út,“ sagði heimildamaðurinn. 

„Hann veit að hún er komin með nóg. Hún er búin að fá nóg og vill fá tíma til að skipuleggja framtíð sína,“ sagði enn annar heimildarmaður People.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.