Verður ekki arftaki ótrúa prestsins

Justin Bieber er ekki að læra til prests.
Justin Bieber er ekki að læra til prests. AFP

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber er ekki að læra að verða prestur og mun ekki taka við stöðu prestsins Carls Lentz við Hillsong-kirkjuna í New York. Bieber greindi frá þessu á instagramsíðu sinni en áður hafði fjölmiðillinn Page Six greint frá því að hann væri að læra til prests og hefði augastað á Hillsong. 

Presturinn Carl Lentz var rekinn úr kirkjunni seint á síðasta ári eftir að komst upp að hann hefði verið ótrúr eiginkonu sinni og haldið við aðra konu svo mánuðum skipti. 

Lentz hafði verið Bieber innan handar á erfiðum stundum og verið lærifaðir hans í trúnni. Nú segir Bieber hins vegar að hann sé ekki lengur í Hillsong-kirkju heldur Churchome sem er starfrækt í Washington og Kaliforníu.

„Ég er ekki að læra að verða prestur eða eitthvað í þá áttina. Ég hef engan áhuga á því. Og líka, Hillsong er ekki kirkjan mín. Til að allt sé á hreinu er ég í Churchome,“ skrifaði Bieber á Instagram. 

Síðar bætti hann við að kirkja væri ekki staður heldur værum við öll kirkjan. „Við þurfum ekki byggingu til að tengjast Guði. Guð er með okkur hvar sem við erum,“ skrifaði Bieber. 

Carl Lentz, sonur hans og Justin Bieber fyrir þó nokkrum …
Carl Lentz, sonur hans og Justin Bieber fyrir þó nokkrum árum. skjáskot/instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.