Ár streymisins

Bíósalur sótthreinsaður í Katmandú skömmu fyrir opnun á aðfangadag í …
Bíósalur sótthreinsaður í Katmandú skömmu fyrir opnun á aðfangadag í fyrra. Loka þurfti bíóum víða um heim á árinu 2020 vegna Covid-19. AFP

Kvikmyndaárið 2020 var markað af heimsfarsótt og vegna hennar var fjölda frumsýninga  frestað fram til þessa árs, kvikmyndahúsum lokað og lítið úrval almennt í bíó hér á landi sem víðar. Fyrir vikið beindist athyglin að miklu leyti að neti og sjónvarpsskjám, að streymisveitum og þá einkum Netflix.

Úr Mynd af logandi stúlku sem hlaut fullt hús hjá …
Úr Mynd af logandi stúlku sem hlaut fullt hús hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins árið 2020.

Kvikmyndahátíðir og listræn bíó héldu sem fyrr á lofti kvikmyndum frá öðrum löndum en hinum enskumælandi en lokun Bíós Paradísar stóran hluta árs olli því að framboð af slíkum myndum var miklu minna en síðustu ár. Bættu hátíðir úr því upp að ákveðnu marki þótt þær væru haldnar með fjöldatakmörkunum og öðrum hömlum. 

Marta Sigríður Pétursdóttir með ketti sínum Mána.
Marta Sigríður Pétursdóttir með ketti sínum Mána.

Í fyrsta þætti kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ á nýju ári velta Helgi Snær Sigurðsson, umsjónarmaður varpsins, og Marta Sigríður Pétursdóttir, menningar- og kynjafræðingur og fyrrverandi kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1, fyrir sér nýliðnu bíóári og þá bæði hæðum þess og lægðum, vonbrigðum og óvæntum gleðigjöfum, allt frá Tenet til Eurovision-myndar Wills Ferrells. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson