Hætt saman eftir stutt samband

Shia LaBeouf og Margaret Qualley.
Shia LaBeouf og Margaret Qualley. Samsett mynd

Leikaraparið Shia LaBeouf og Margaret Qualley eru hætt saman eftir stutt samband. Fyrrverandi kærasta leikarans, tón­list­ar­kon­an FKA Twigs, kærði hann í desember fyr­ir kyn­ferðis­legt, lík­am­legt og and­legt of­beldi og er það talið hafa spilað inn í sambandsslitin. 

„Þau hættu saman á laugardaginn. Þau eru bara á sitthvorum staðnum,“ sagði heimildarmaður Poeple. Annar heimildarmaður segir að Qualley vera meðvitaða um umtalið sem hún varð fyrir eftir að hún sást með LaBeouf eftir að fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um ofbeldi. 

Qualley er sögð einbeita sér að leiklistarferlinum og er tilbúin að fara aftur að vinna. Hún fer fljótlega í tökur í Kanada þar sem hún leikur á móti Margot Robbie. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.