Marion Ramsey látin

Marion Ramsey er látin.
Marion Ramsey er látin. Ljósmynd/Roger Paul Inc

Leikkonan Marion Ramsey er látin 73 ára að aldri. Ramsey var hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndunum Police Academy. 

Umboðsmaður hennar hjá Roger Paul Inc sagði við BBC að hún hafi látist á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum á fimmtudagsmorgun. 

Umboðsmaðurinn sagði að Ramsey hefði nýlega veikst en greindi ekki frá veikindum hennar nánar. 

Ramsey var dáð og dýrkuð af aðdáendum Police Academy þar sem hún túlkaði lögreglukonuna Laverne Hooks.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.