Opna sig um andlát Stellu Tennant

Stella Tennant hafði glímt við andleg veikindi um nokkurt skeið.
Stella Tennant hafði glímt við andleg veikindi um nokkurt skeið. BENOIT TESSIER

Fyrirsætan Stella Tennant svipti sig lífi. Fjölskylda hennar greindi frá því hvernig andlátið bar að í tilkynningu til Telegraph í dag. Í tilkynningunni segir fjölskyldan að Tennant hafi liðið illa um nokkurt skeið og vill opna umræðuna um geðsjúkdóma. 

Tennant fannst látin á heimili sínu í Skotlandi 22. desember síðastliðinn. Eftir rannsókn lögreglu varð ljóst að hún hafði framið sjálfsmorð. 

„Allar hlýju kveðjurnar sem við höfum fengið síðan Stella lést hafa snert við okkur og finnum við fyrir mikilli samúð. Hún var falleg sál og allir í fjölskyldunni dáðu hana, hún var viðkvæm, hæfileikarík, listræn, klár og fyndin og snerti svo marga,“ segir í tilkynningunni. „Stella hafði glímt við veikindi í nokkurn tíma. Það er okkur því mikil sorg að henni hafi ekki fundist hún geta haldið áfram, þrátt fyrir ást fjölskyldunnar,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.