Þriðji skilnaðurinn sá versti

Leikkonan Drew Barrymore.
Leikkonan Drew Barrymore. AFP

Leikkonan Drew Barrymore segir að þriðji skilnaðurinn hennar hafi verið sá allra versti. Hún segist aldrei hafa upplifað neitt jafn erfitt á ævinni. Barrymore skildi við Will Kopelman árið 2016 en þau eiga tvö börn saman. 

Barrymore opnaði sig um skilnaðina í viðtali við New York Times á dögunum. Hún segir að í kjölfar skilnaðarins hafi hún upplifað kvíða, þunglyndi og kvíðaköst. 

„Ekkert sem ég hef gengið í gegnum hefur verið eins og þessi skilnaður. Þetta voru fyrstu stóru tímamótin sem ég gekk í gegnum sem höfðu áhrif á fólk sem ég elskaði meira en mig sjálfa. Ég var þunglynd í svona fimm ár. Ég gat ekki tekist á við þetta,“ sagði Barrymore. Hún sagði það hafa hjálpað sér að taka þunglyndislyf og byrja með spjallþættina The Drew Barrymore Show.

Barrymore hefur reynt að finna ástina á ný en líkaði alls ekki að leita að ástinni á stefnumótaforritum. Síðan kom kórónuveirufaraldurinn og hefur hún fundið hamingjuna í því að vera ein.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.