Býst ekki við fullri tónleikahöll í Eurovision

Graham Norton.
Graham Norton. AFP

Eurovisionþulurinn vinsæli Graham Norton er vanur að kynna Eurovision-söngvakeppnina á BBC. Hann er handviss um að einhvers konar keppni fari fram í Rotterdam í maí á þessu ári en efast um að jafn margir aðdáendur og vanalega fái að horfa á keppnina í tónleikahöllinni. 

„Þeir geta komið inn á Zoom,“ sagði Norton í bandarískum útvarpsþætti á dögunum að því er fram kemur á vef BBC. „Ég efast um að það verði full tónleikahöll með 20 þúsund manns.“

Þegar BBC leitaði eftir athugasemdum frá skipuleggjendum keppninnar kom í ljós að ekki yrði notast við fjarfundarbúnað eins og Norton benti á. Frekar yrði notast við upptökur sem búið væri að taka upp ef svo færi að fólk kæmist ekki til Rotterdam. Sjónvarpsstöðvar verða að fara eftir nákvæmum reglum í upptökunum svo allir keppendur sitji við sama borð. Ekki verður til dæmis í boði að gera breytingar eftir á hvort sem það snýr að söngnum sjálfum eða sviðsetningunni.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.