Heitasta parið á skjánum ekki í sambandi

Regé-Jean Page og Phoebe Dynevor eru ekki í sambandi í …
Regé-Jean Page og Phoebe Dynevor eru ekki í sambandi í raunveruleikanum. Ljósmynd/Twitter/Netflix

Bridgerton-stjörnurnar Regé-Jean Page og Phoebe Dynevor eru ekki í sambandi í raunveruleikanum þrátt fyrir að hafa átt í eldheitu sambandi í þáttunum Bridgerton á Netflix. 

Í viðtali við Access sögðu þau að allt sem áhorfendur sáu á skjánum hefðu verið þaulæfð ástaratriði. Þættirnir Brigderton komu á Netflix um jólin og hafa slegið í gegn. 

„Ég held að allt sem þið þurfið að vita sé á skjánum. Þess vegna sýndum við það svo fallega fyrir ykkur. Allir straumarnir streymdu úr handritinu sem við fengum, og ég held að handritið hafi verið meira en nóg,“ sagði Regé-Jean Page. 

Þættirnir eru þeir fyrstu sem leikstjórinn og handritshöfundurinn Shonda Rhimes framleiðir fyrir Netflix. Dynevor segir að sú staðreynd að Rhimes kom að gerð þáttanna hafi haft mikil áhrif á þá ákvörðun hennar að vera með í þeim. 

„Ég vissi að konur myndu hafa raunveruleg áhrif. Þær yrðu, þú veist, ekki óframfærnar. Það var það sem gerði mig spennta,“ sagði Dynevor. 

Netlfix hefur ekki staðfest hvort önnur sería verði framleidd en hins vegar kemur fram á vefnum Production Weekly að verkefnið Bridgerton 02 muni fara í tökur í Bretlandi í mars á þessu ári sem gefur sterklega til kynna að önnur sería sé á leiðinni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.