Helga Björg nýr framkvæmdastjóri Sequences

Helga Björg Kjerúlf.
Helga Björg Kjerúlf. Ljósmynd/Aðsend

Helga Björg Kjerúlf hefur verið ráðin framkvæmdastjóri myndlistarhátíðarinnar Sequences. Helga hefur komið að ýmsum listviðburðum í gegnum tíðina, s.s. Listahátíð í Reykjavík og myndlistarhátíðinni Cycle. Hún starfar einnig hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar sem verkefnastjóri íslenska skálans í Feneyjum.

Helga útskrifaðist með BA-gráðu í arkitektúr árið 2012 frá Listaháskóla Íslands. Þá er hún einnig að ljúka meistaranámi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og nýsköpun og viðskiptaþróun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

„Ég er full tilhlökkunar að takast á við þetta nýja starf og hlakka sérstaklega til að vinna með því góða fólki sem kemur til með að taka þátt í hátíðinni í ár,“ segir Helga. „Framundan eru spennandi tímar hjá vaxandi hátíð og margar skemmtilegar áskoranir sem gaman verður að vinna úr.“

Sequences real time art festival

Sequences real time art festival er sjálfstæð alþjóðleg myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík. Hátíðin beinir sjónum sínum sérstaklega að verkum í rauntíma og hefur frá upphafi lagt upp með að þar ríki andi frumkvæðis, tilrauna og áræði.

Meðal fyrri listamanna sem sýnt hafa á hátíðinni eru Joan Jonas, David Horvitz, Hekla Dögg Jónsdóttir, Guido van der Werve, Ragnar Kjartansson, Emily Wardill, Ragnar Helgi Ólafsson, Carolee Schneemann, Rebecca Erin Moran, Finnbogi Pétursson og Alicja Kwade svo örfáir séu nefndir.

Sýningastjórar fyrri hátíða hafa verið íslenskir og erlendir listamenn og sýningastjórar og má þar nefna Margot Norton, Markús Þór Andrésson og Alfredo Cramerotti. Að hátíðinni standa listamannareknu sýningarstaðirnir Kling & Bang, Nýlistasafnið og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar ásamt öflugu fagráði sem í sitja listamenn og óháðir aðilar sem eru virkir í listamannareknu senunni í Reykjavík hverju sinni.

Sequences real time art festival verður haldin í tíunda skiptið dagana 15.-24. október 2021 næstkomandi. Yfirskrift og sýningarstjórar hátíðarinnar verður kynnt á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler