Baldwin-hjónin ekki búið saman lengi

Alec og Hilaria Baldwin hafa ekki búið saman svo vikum …
Alec og Hilaria Baldwin hafa ekki búið saman svo vikum skiptir. AFP

Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans Hilaria Baldwin hafa ekki búið saman svo mánuðum skiptir. Hann er í einangrun í einu húsi og hún er í einangrun í öðru húsi þeirra með öll börnin. Ástæðan er sú að Alec er að vinna og þarf að ferðast oft til New York-borgar vegna vinnunnar. Page Six greinir frá. 

Baldwin-hjónin eignuðust sitt fimmta barn saman fyrir um fjórum mánuðum og því hefur Hilaria verið heima með börnin undanfarna mánuði. Hann dvelur í húsi sem þau tóku á leigu í Amagansett en hún dvelur á fjölskylduheimilinu í Hampton.

Hilaria komst nýverið í fjölmiðla þar sem flett var ofan af fortíð hennar. Hún hafði lengi vel haldið því fram að hún væri ættuð frá Spáni og talaði með spænskum hreim. Í ljós kom hins vegar að hún er fædd og uppalin á Bostonsvæðinu í Bandaríkjunum, fékk nafnið Hillary við fæðingu og hafði aðeins farið með fjölskyldu sinni í frí til Mallorca reglulega. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.