Lét flúra nafn ömmu unnustu sinnar á sig

Brooklyn Beckham og Nicola Peltz eru trúlofuð.
Brooklyn Beckham og Nicola Peltz eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Brooklyn Beckham gaf unnustu sinni, Nicolu Peltz, óvenjulega afmælisgjöf þegar hann fékk sér húðflúr með nafni ömmu hennar. Peltz átti 26 ára afmæli þann 9. janúar en í fyrra, á 25 ára afmælisdaginn hennar, dó amma Peltz.

Amman bar nafnið Gina og lét elsti Beckham-sonurinn flúra nafnið Gina á annan handlegg sinn. „Besta afmælisgjöfin,“ skrifaði Peltz við myndina af handlegg Beckhams. Þeir sem þekkja til áttuðu sig strax á að þarna væri Beckham á ferð enda með fjölmörg einkennandi húðflúr. Nú hefur nýtt bæst í safnið eins og sjá má hér að neðan. 

Brooklyn Beckham let húðflúra nafnið Gina á sig.
Brooklyn Beckham let húðflúra nafnið Gina á sig. Skjáskot/Instagrammbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.