Sagði já við öllum stefnumótum

Rebel Wilson.
Rebel Wilson. AFP

Leikkonan Rebel Wilson ákvað að segja já við öllum stefnumótum árið 2019. Það virðist hafa reynst Wilson vel en hún fann að lokum ástina og er búin að vera með milljarðamæringnum Jacob Bush í heilt ár. 

„Ég gerði tilraun þar sem ég fór á stefnumót með öllum sem buðu mér út,“ sagði Wilson í breskum sjónvarpsþætti að því er fram kemur á vef The Sun. „Þetta var hluti af reglum það árið, ekki það að ég segði fólki frá því. Ég bara varð að gefa fólki tækifæri og í leiðinni lærði ég margt um sjálfa mig.“

Wilson segir lífið stutt og fólk verði að taka áhættu en með átakinu lærði hún að loka ekki á ástina. „Ég átti fullt af mjög góðum vinum en ég leyfði mér aldrei að fara í samband fyrr en nýlega.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.