Lady Gaga og J-Lo á innsetningarathöfn Bidens

Lady Gaga og Jennifer Lopez munu koma fram á innsetningarathöfn …
Lady Gaga og Jennifer Lopez munu koma fram á innsetningarathöfn Joes Bidens og Kamölu Harris. Samsett mynd

Tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez munu koma fram á innsetningarathöfn Joes Bidens á miðvikudaginn næstkomandi. 

Báðar studdu þær Biden og  Kamölu Harris í kosningabaráttunni og kom Lady Gaga meðal annars fram á viðburði á vegum Bidens rétt fyrir kosningarnar í nóvember á síðasta ári. 

Innsetningarathöfnin verður með öðruvísi sniði en vanalega vegna kórónuveirunnar og hefur verið lögð áhersla á að gera upplifunina sem besta fyrir þá sem horfa á hana heima í stofu. 

Innsetningarathafnarteymi Bidens og Harris mun þó ekki láta athöfnina sjálfa duga. Um kvöldið verður sendur út 90 mínútna þáttur þar sem bæði Biden og Harris flytja ræðu. Á milli munu svo tónlistarmenn koma fram, bæði í beinni útsendingu á upptöku. Þar á meðal eru Jon Bon Jovi, Demi Lovato, Justin Timberlake og Ant Clemons. 

ABC News

Joe Biden og Kamala Harris.
Joe Biden og Kamala Harris. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.