Dion minnist eiginmannsins

Céline Dion og René Angélil.
Céline Dion og René Angélil. VALERY HACHE

Kanadíska söngkonan Céline Dion minntist látins eiginmanns síns, Renés Angélils, í fallegri færslu á instagram. Fimm ár eru liðin frá því Angélil lést úr krabbameini í hálsi, 74 ára gamall. 

Dion birti mynd fallega mynd af höndum þeirra leiðast við hafið og skrifaði: „René, það eru strax liðin fimm ár. Það líður ekki sá dagur sem við hugsum ekki um þig. Við þörfnumst leiðsagnar þinnar og verndar meira núna en nokkurn tímann áður og þú heldur áfram að vaka yfir okkur. Við óskum þess að þú látir ljós þitt skína á allan heiminn, til allra þeirra sem eiga erfitt á þessari stundu. Þú lifir í hjarta okkar og lífi að eilífu. Við elskum þig, Celine, René-Charles, Nelson og Eddy.“

Dion og Angélil voru gift í 22 ár og eignuðust þrjá syni, þá René-Charles, Nelson og Eddy. 

Dion hefur minnst hans á samfélagsmiðlum á hverju ári frá andláti hans, bæði á dánardegi hans og fæðingardegi. 

View this post on Instagram

A post shared by Céline Dion (@celinedion)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum.