Faithfull greinir frá langri Covid-baráttu

Marianne Faithfull á tónleikum árið 2016.
Marianne Faithfull á tónleikum árið 2016. AFP

Breska söngkonan Marianne Faithfull glímir enn við þreytu og öndunarerfiðleika, mörgum mánuðum eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús vegna Covid-19 í apríl.

„Þrír hlutir: minnið, þreytan og lungum mín eru ekki í lagi – ég þarf súrefni og það allt saman,“ sagði hún við The Guardian og bætti við að hliðarverkanirnar væru „skrítnar“ og „andstyggilegar“. Hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu 22. apríl.

Fjölmargir sem hafa smitast af kórónuveirunni hafa þurft að glíma við langvarandi áhrif eftir að þeir smituðust og hefur ástandið verið kallað „langa Covid“.

Faithfull sló í gegn á sjöunda áratugnum, er hún söng 17 ára gömul lagið „As Tears Go By“ eftir Mick Jagger og Keith Richards úr The Rolling Stones.

Miðað við aldur hennar, baráttu við fíknina og heilsufarsvandamál, þar á meðal lifrarbólgu C, var hún í sérstökum áhættuhópi vegna kórónuveirunnar og var hætt komin í fyrra.

„Það eina sem ég veit er að ég var á mjög myrkum stað – væntanlega var það dauðinn,“ sagði hún.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að brydda upp á einhverju nýju eða óvenjulegu í dag ef þú mögulega getur. Leyfðu þér líka að slaka á og sletta úr klaufunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að brydda upp á einhverju nýju eða óvenjulegu í dag ef þú mögulega getur. Leyfðu þér líka að slaka á og sletta úr klaufunum.