Gítarleikari New York Dolls látinn

Sylvain Sylvain er látinn 69 ára að aldri.
Sylvain Sylvain er látinn 69 ára að aldri. Ljósmynd/Wikipedia.org

Tónlistarmaðurinn Sylvain Sylvain er látinn 69 ára að aldri. Sylvain var gítarleikari hljómsveitarinnar New York Dolls um árabil. 

Eiginkona Sylvains, Wanda O'Kelley Mizrahi, greindi frá andláti hans í færslu á facebook en hann lést á miðvikudag. 

Sylvain lést úr krabbameini sem hann hafði glímt við í tvö og hálft ár. 

„Þótt hann hafi barist eins og hetja lést hann úr þessum sjúkdómi í gær. Við syrgjum hann og söknum hans, en vitum að núna hefur hann loksins fundið friðinn og finnur ekki lengur til,“ sagði Mizrahi í færslunni. 

Hún bað fólk að spila tónlistina hans, kveikja á kerti og minnast hans. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.