Mary-Kate Olsen fær loksins að skilja

Mary-Kate Olsen
Mary-Kate Olsen Reuters

Leikkonan fyrrverandi Mary-Kate Olsen og Olivier Sarkozy hafa komist að samkomulagi um skilnað sinn, átta mánuðum eftir að hún sótti fyrst um skilnað. 

Olsen sótti um skilnað í byrjun maí en vegna kórónuveirunnar tóku dómstólar í New York aðeins við skilnaðarumsóknum í neyð. Þau fengu ekki neyðarheimildina í vor. 

Nú hafa þau Olsen og Sarkozy fundað með lögfræðingum sínum og komist að samkomulagi um skilnaðinn. Þau bíða eftir að skilnaðurinn verði afgreiddur hjá dómara og þá eru þau laus allra mála. 

Ol­sen og Sar­kozy gengu í það heil­aga árið 2015 en þau byrjuðu í sam­bandi árið 2012. Þau hafa að mestu haldið sam­bandi sínu úr fjöl­miðlum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu ekki áhyggjur þó ferðaáætlanir þínar eða áætlanir sem tengjast námi líti ekki nógu vel út. Taktu því rólega og komdu jafnvægi á sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu ekki áhyggjur þó ferðaáætlanir þínar eða áætlanir sem tengjast námi líti ekki nógu vel út. Taktu því rólega og komdu jafnvægi á sjálfan þig.