Yfir sig ástfangnar á 78 ára afmælinu

Sarah Paulson og Holland Taylor árið 2018.
Sarah Paulson og Holland Taylor árið 2018. AFP

Leikkonan og handritshöfundurinn Holland Taylor varð 78 ára á fimmtudaginn. Taylor fékk hamingjuóskir á samfélagsmiðlum frá kærustu sinni, leikkonunni Söru Paulson. Hún birti auk þess fjölda mynda í sögu sinni á instagram og átti ekki orð yfir aðdáun sinni á kærustu sinni. 

Rétt tæp 32 ár eru á milli parsins en Paulson varð 46 ára um miðjan desember og nú mánuði seinna varð Taylor 78 ára. Konurnar byrjuðu saman árið 2015. Þær höfðu þekkst í töluverðan tíma en voru alltaf í öðrum samböndum, það var svo Taylor sem sendi Paulson skilaboð á twitter.

„Allir vegir mínir liggja að þessu andliti, þessum augum, þessari sál. Þú ert mér einfaldlega allt. Þetta er fyrir þig þarna. Í dag. Á morgun. Alltaf,“ skrifaði Paulson og óskaði kærustu sinni til hamingju með afmælið. Hún sagði að hún væri fífl ef hún kvartaði yfir myndunum. 

Hér má sjá myndir sem Paulson birti af þeim í sögu sinni á instagram og sýnir hversu ástfangnar þær eru. 

Sarah Paulson og Holland Taylor.
Sarah Paulson og Holland Taylor. Skjáskot/Instagram
Sarah Paulson og Holland Taylor.
Sarah Paulson og Holland Taylor. Skjáskot/Instagram
Sarah Paulson og Holland Taylor.
Sarah Paulson og Holland Taylor. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.