Dætur Trumps horfa til Flórída

Ivanka Trump, Jared Kushner og Tiffany Trump.
Ivanka Trump, Jared Kushner og Tiffany Trump. AFP

Donald Trump forseti Bandaríkjanna er sagður ætla að flytjast til Flórída þegar hann lætur af störfum í næstu viku. Trump á tvær dætur og eru þær báðar sagðar vera að skoða eignir í Flórída um þessar mundir. 

Hin 27 ára gamla Tiffany Trump, sem Trump á með annarri eiginkonu sinni Mörlu Maples, er að skoða sig um á fasteignamarkaðnum í Flórída. Tiffany er sögð vera að skoða lúxusíbúðir á South Beach í Miamí að því er fram kemur á vef Page Six. Hún býr núna á Setai-hótelinu í South Beach með kærasta sínum Michael Boulos en er þó sögð ætla kaupa íbúðina ein. 

Hin 39 ára gamla Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner hafa starfað fyrir forsetann í Washington. Þau eru sögð hafa fest kaup á rándýrri landareign í Flórída á eyjunni Indian Creek. Á staðnum býr fátt en afar ríkt fólk. Á svæðinu er sérstakur sveitaklúbbur með golfklúbbi og öllu tilheyrandi. Á vef Page Six kemur fram að nóg sé að einn aðili í klúbbnum neiti inngöngu þeirra og eru hjónin ekki vinsæl eftir áhlaupið á þinghúsið á dögunum.

Ivanka Trump ásamt sonum sínum Joseph Kushner og Theodore Kushner …
Ivanka Trump ásamt sonum sínum Joseph Kushner og Theodore Kushner Donald Trump og Tiffany Trump . AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.