Harry leit út fyrir að vera með tagl

Harry prins býr á meðal Hollywoodstjarna í Bandaríkjunum.
Harry prins býr á meðal Hollywoodstjarna í Bandaríkjunum. AFP

Leikarinn Rob Lowe er nágranni Harrys Bretaprins í Montecito í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Lowe sagði í spjallþætti James Cordens að hann hefði loksins rekist á prinsinn, sem hann líkti við fáséð skoskt vatnaskrímsli. 

Lowe sagðist hafa séð sjaldséðan Harry í bíl á umferðarljósum en prinsinn býr í tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá leikaranum. Það furðulega við sögu Lowes var frásögn hans af nýrri hárgreiðslu prinsins. 

„Ég gæti verið með stórfréttir. Þetta gerðist mjög, mjög hratt, ekki endilega hafa þetta eftir mér en hann leit út fyrir að vera með tagl,“ sagði Lowe. „Ég er bara segja að mér fannst hann hafa safnað síðu hári og væri með hárið strekkt aftur sem ég geri bara ráð fyrir að hafi verið tagl.“

Leikarinn Rob Lowe.
Leikarinn Rob Lowe. AFP

Breski spjallþáttastjórnandinn þekkir ágætlega til Harrys og var í brúðkaupi hans og Meghan árið 2018. Hann taldi líklegt að Lowe hefði farið mannavillt. Lowe reyndi að þræta fyrir það og sagðist hafa elt Harry heim. Sagan þykir sérstaklega ósennileg þar sem prinsinn er kominn með góðan skallablett. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum.