99 ára og í fullu fjöri

Betty White er 99 ára í dag. Þessi mynd af …
Betty White er 99 ára í dag. Þessi mynd af henni var tekin fyrir 11 árum. GUS RUELAS

Leikkonan Betty White fagnar 99 ára afmæli sínu í dag. Þrátt fyrir háan aldur er White hvergi nærri hætt að sinna vinnunni og vinnur nú að endurútgáfu The Pet Set. 

Í viðtali við Entertainment Weekly segir White að kórónuveirufaraldurinn hafi sett líf sitt úr skorðum. Venjulega hafi hún hlaupið eina mílu, eða um 1,6 kílómetra, á hverjum morgni en nú haldi hún sig heima.

White fæddist í Oak Park í Illinoisríki í Bandaríkjunum árið 1922. Hana dreymdi um að verða skógarvörður en konur máttu ekki verða skógarverðir á þeim tíma. Í stað þess leitaði hún sér að vinnu í útvarpi og sjónvarpi og hefur starfað í þeirri grein í yfir 80 ár. 

White hefur unnið fjölda Emmy-verðlauna og komið fram í mörgum stórum kvikmyndum og þáttum. 

„Ég er við góða heilsu og er þakklát fyrir það. Að verða 99 ára er ekki ólíkt því að verða 98 ára,“ sagði White í viðtali við People í vikunni. Aðspurð hvað héldi henni gangandi svaraði White að hlátur og gleði væru lykillinn að lífinu. 

„Góð kímnigáfa. Ekki taka sjálft þig of alvarlega. Þú getur logið að öðrum, ekki að ég myndi gera það, en þú getur ekki logið að sjálfu þér,“ sagði White. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu ekki áhyggjur þó ferðaáætlanir þínar eða áætlanir sem tengjast námi líti ekki nógu vel út. Taktu því rólega og komdu jafnvægi á sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu ekki áhyggjur þó ferðaáætlanir þínar eða áætlanir sem tengjast námi líti ekki nógu vel út. Taktu því rólega og komdu jafnvægi á sjálfan þig.