Harry Brant látinn 24 ára að aldri

Harry Brant lést 24 ára að aldri.
Harry Brant lést 24 ára að aldri. Skjáskot/Instagram

Harry Brant, sonur ofurfyrirsætunnar Stephanie Seymour og viðskiptamannsins Peters Brants, er látinn. Harry var 24 ára að aldri.

Í tilkynningu til New York Times frá fjölskyldunni kemur fram að hann hafi látist eftir að hafa óvart tekið of stóran skammt af fíkniefnum. 

„Við verðum sorgmædd að eilífu yfir því að líf hans hafi verið stytt vegna þessa skelfilega sjúkdóms,“ sagði fjölskyldan í tilkynningunni.

„Harry var ekki bara sonur okkar, hann var yndislegur bróðir, yndislegur við ömmur sínar og afa, uppáhaldsfrændinn og góður vinur.“

Harry vann fyrir sér sem fyrirsæta og hafði komið fram í ítalska Vogue og var með samning við Balmain. Hann hannaði einnig förðunarlínu fyrir öll kyn ásamt bróður sínum í samstarfi við MAC.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.