Líf hjákonu Woods breyttist á svipstundu

Tiger Woods hélt framhjá með Rachel Uchitel.
Tiger Woods hélt framhjá með Rachel Uchitel. Samsett mynd

Hin bandaríska Rachel Uchitel opnaði sig um ástarsamband sitt og golfarans Tigers Woods í heimildarþáttunum Tiger. Uchitel segir samband þeirra hafa snúist um svo miklu meira en kynlíf en Woods var kvæntur Elin Nordegren þegar þau áttu í sambandi. 

„Það voru svo margir sem settu hann á stall og þarna var hann í rúminu mínu, hann var minn Tiger,“ sagði Uchitel í þáttunum að því er fram kemur á vef Yahoo!. „Hann vildi bara tala og tala og tala. Hann sagði mér mikið frá æsku sinni, föður sínum og hann væri orðinn þreyttur á að fela hver hann væri í raun og veru. Hann var svo hræddur við að sýna að hinn raunverulegi Tiger væri ekki sá hinn sami og fólk taldi hann vera.“

Fyrst þegar fréttir af framhjáhaldinu láku í fjölmiðla reyndi Uchitel að sannfæra Nordegren um að þau væru bara vinir. Stuttu seinna lenti Woods í bílslysi sem leiddi til þess að framhjáhald hans komst í fréttir og þáverandi konan hans komst að sannleikanum um Woods. Allt breyttist við það. 

„Þessi frétt var svo stór, þetta voru lokin á því lífi sem ég þekkti,“ sagði Uchitel. „Það voru örugglega 45 til 50 götuljósmyndarar fyrir utan íbúðina mína sem sögðu mér að ég væri hjónadjöfull, að ég væri hóra, sögðu að þeir vonuðu að ég fengi alnæmi og myndi deyja.“

Hún náði ekki í Woods eftir að framhjáhaldið varð opinbert og hún var næstum því búin að opna sig um það þegar Woods hafði samband. Golfarinn hringdi í hana til þess að semja um trúnað. 

Fyrrverandi hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods.
Fyrrverandi hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods. AP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýttu þær auðlindir sem þú hefur aðgang að til að bæta umhverfi þitt, bæði í vinnunni og á heimilinu. Passaðu þig á því, að umkvörtunarefni þitt, gæti bara verið til innra með þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýttu þær auðlindir sem þú hefur aðgang að til að bæta umhverfi þitt, bæði í vinnunni og á heimilinu. Passaðu þig á því, að umkvörtunarefni þitt, gæti bara verið til innra með þér.