Sú franska hefst með Ozon

Úr Été 85, eða Sumrinu '85 sem er opnunarmynd Frönsku …
Úr Été 85, eða Sumrinu '85 sem er opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar árið 2021.

Kvikmyndaunnendur geta farið að hlakka til því Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í 21. sinn í byrjun næsta mánaðar, 4.-14. febrúar, í Bíó Paradís.

Franska sendiráðið og Alliance Française, í samstarfi við Institut français og Bíó Paradís, halda hátíðina auk þess sem kanadíska sendiráðið býður upp á kanadíska kvikmyndahelgi 13.-14. febrúar á netinu.

Tilkynnt hefur verið um nokkrar myndir á dagskrá hátíðarinnar í ár og er opnunarmyndin að þessu sinni Été 85, eða Sumarið '85, eftir einn þekktasta og virtasta leikstjóra Frakka, François Ozon. Er hún byggð á bók eftir breska höfundinn Aidan Chambers frá 1982, Dance on My Grave, en í stað þess að eiga sér stað á suðurströnd Englands færist sögusviðið til Normandíhéraðs í Frakklandi, að því er segir í tilkynningu. Segir af sextán ára dreng, Alexis, sem er bjargað frá drukknun af átján ára pilti að nafni David. Tekst með þeim ástríðufull vinátta sem á eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar, eins og því er lýst. Hér má sjá stiklu myndarinnar:


La Vérité, eða Sannleikurinn, er eftir japanska leikstjórann Hirokazu Koreeda og fara með aðalhlutverk í henni Catherine Deneuve og Juliette Binoche. Er myndinni lýst sem ljúfsáru drama um brothætt samband mæðgna. Divan a Tunis eða Dívan í Túnis er frönsk/túnisísk mynd eftir leikstjórann Manele Labidi Labbé og fjallar um Selmu, sálfræðing frá Túnis, sem flytur aftur til heimalandsins frá París til að opna sálfræðistofu.


La Daronne eða Mútta eftir leikstjórann Jean-Paul Salomé er með Isabelle Huppert í aðalhlutverki sem Patience Portefeux sem á tvær dætur í háskólanámi og aldraða móður á elliheimili. „Lúsarlaunin sem hún fær sem túlkur hjá dómsmálaráðuneytinu duga fjölskyldunni engan veginn og útséð um að nokkuð sé hægt að leggja fyrir til efri áranna. En dag einn kemst hún á snoðir um yfirgefna hasssendingu og þá stígur hin harðsvíraða glæpadrottning Mútta fram á sjónarsviðið,“ segir um myndina í tilkynnningu. Handrit hennar er byggt á skáldsögu eftir Hannelore Cayre sem var gefin út á íslensku árið 2019.

Hér má sjá stiklu fyrir Múttu:


Petit pays eða Litla land eftir Eric Barbier verður einnig sýnd en hún fjallar um Gabríel sem er tíu ára og lifir áhyggjulausu lífi í úthverfi Bújúmbúra í Búrúndí. Þegar borgarastríð skellur á í landinu og þjóðarmorð er framið í nágrannaríkinu Rúanda breytist allt. Myndin er byggð á skáldsögu tónlistarmannsins Gaëls Faye sem endurspeglar uppvöxt hans í Búrúndí og var líka þýdd á íslensku. Nokkrar myndir verða sýndar í boði Institut français, þ.á m. La fameuse invasion des ours en Sicile eftir Lorenzo Mattotti sem er barnamynd sýnd með íslenskum texta og Un amour impossible eftir Catherine Corsini sem var valin til sýningar á Frönsku kvikmyndahátíðinni af íslenskum menntaskólanemum í frönsku sem munu kynna myndina fyrir sýningu. Þá verða einnig sýndar Roubaix, une lumière eftir Arnaud Desplechin, frönsk spennumynd frá 2019 sem keppti um gyllta pálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes, og hin sígilda Casque d'Or eftir Jacques Becker frá árinu 1952.
Enn eru nokkrar myndir hátíðarinnar ókynntar og er kynning á þeim væntanleg á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant