Daði Freyr þykir sigurstranglegastur

Daði freyr þykir sigurstranglegastur.
Daði freyr þykir sigurstranglegastur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðbankar spá Daða Frey og Gagnamagninu sigri í Eurovison söngvakeppninni sem fer fram í Rotterdam í maí næstkomandi. Daði hefur þó ekki enn gefið út lagið sem hann mun fara með í keppnina en ljóst er að mikil spenna ríkir fyrir laginu. 

Lag Daða, Think About Things, átti að vera framlag Íslands í Eurovision á síðasta ári en keppninni var frestað vegna kórónuveirunnar. Lagið naut hins vegar mikilla vinsælda um allan heim. 

Lokakeppni Eurovision fer fram í Rotterdam þann 22. maí en Daði stígur á sviðið á seinna undankvöldinu þann 20. maí. 

Daði birti skjáskot af lista Eurovision World í gær þar sem hann trónir á toppnum. Hann vísaði í Donald Trump Bandaríkjaforseta og skrifaði „Stop the count“ eða „Stöðvið talninguna“ við skjáskotið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.