Alec Baldwin hættur á Twitter

Alec Baldwin fékk nóg af Twitter.
Alec Baldwin fékk nóg af Twitter. AFP

Alec Baldwin segist hættur á Twitter. Þetta kemur í kjölfar mikils fjölmiðlafárs í kringum eiginkonu hans Hilariu Baldwin eftir að komst upp að hún á engar rætur að rekja til Spánar. 

„Twitter er eins og partí þar sem allir eru að öskra,“ sagði Baldwin í síðustu færslu sinni á Twitter. 

Hilaria Baldwin sætti mikilli gagnrýni á dögunum eftir að fólk sakaði hana um að vera að gera sér upp spænskan hreim. Hún hafði áður sagst hafa fæðst á spænsku eyjunni Mallorka og flust til Bandaríkjanna 19 ára til þess að stunda þar háskólanám en sannleikurinn reyndist vera víðs fjarri. Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum. Einu tengsl hennar við Spán eru að foreldrar hennar eiga þar hús og verja miklum tíma þar. Þá bera öll börn hennar og Alec Baldwin spænsk nöfn.
Alec Baldwin hefur tekið upp hanskann fyrir eiginkonu sína og sagt gagnrýnina fáránlega.
„Það sem hefur verið sagt um ástvini mína undanfarið eru bara fáránlegir. Fáránlegir!“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.