„Of hommalegur“ til að vera náðaður

Þættirnir um Joseph „Joe Exotic“ Maldonado, tígrana hans og ævintýri …
Þættirnir um Joseph „Joe Exotic“ Maldonado, tígrana hans og ævintýri þeirra hafa slegið rækilega í gegn á Netflix. AFP

Joe Exotic, sem jafnan er þekktur undir heitinu Tiger King, segir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi brugðist þegar hann sleppti því að náða sig. Raunveruleikastjarnan kveðst geta getið sér til um ástæðuna þar að baki. 

„Það er vegna þess að ég er of saklaus og of hommalegur,“ var haft eftir Joe Exotic. Dýrag­arðseig­and­inn fyrr­ver­andi var sagður svo sann­færður um að hon­um yrði veitt sak­ar­upp­gjöf að vina­hóp­ur hans ku hafa lagt eðal­vagni skammt frá fang­els­inu. Bifreiðinni var aftur á móti ekið á brott þegar niðurstaðan lá fyrir. 

Exotic er að afplána 22 ára dóm í Fort Worth í Texas efir að hafa verið dæmd­ur árið 2019, meðal ann­ars fyr­ir að hafa ráðið mann til að drepa and­stæðing hans Carole Baskin. Sjálfur segir Exotic að Trump hafi í stað hans náðað „spillta“ vini forsetans fyrrverandi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.