Segist vera nánari Kylie en Kendall

Caitlyn Jenner.
Caitlyn Jenner. AFP

Caitlyn Jenner segist vera nánari Kylie en Kendall. Í hlaðvarpsviðtali fór Jenner ítarlega í samskipti sín við dætur sínar, Kendall og Kylie Jenner. 

Kylie á þó sérstakan stað í hjarta hennar. „Kylie er undantekningin sem sannar regluna,“ sagði Jenner. „Þarna röðuðust allar stjörnurnar fullkomlega. Við eigum margt sameiginlegt. Hún er mjög íþróttasinnuð og við deilum svipuðum lífsviðhorfum.

Mér semur vel við þær báðar en við Kylie erum bara nánari. Kendall er bara að gera sitt. Ég borðaði til dæmis kvöldmat hjá Kylie síðast í gær. Við reynum að borða saman einu sinni í viku. Ég kem til hennar og það er alltaf einhver frábær matur tilbúinn. Hún matreiðir reyndar ekki sjálf en maturinn er frábær. Betri en nokkur veitingastaður.

Við fáum okkur vínglas og ræðum um hitt og þetta. Þannig erum við nánari. Kendall er alltaf aðeins fjarlægari og leyndardómsfyllri. Við erum nánar en það er erfiðara að vita hvar maður hefur hana. Kylie er aftur á móti sem opin bók.“

Caitlyn og Kendall Jenner.
Caitlyn og Kendall Jenner. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.