Affleck ekki áhyggjufullur yfir sambandsslitunum

Casey Affleck er yngri bóðir Bens Afflecks.
Casey Affleck er yngri bóðir Bens Afflecks. AFP

Hollywood-stjörnurnar Ben Affleck og Ana de Armas eru hætt saman. Yngri bróðir leikarans, óskarsverðlaunaleikarinn Casey Affleck, hefur þó ekki áhyggjur af fyrrverandi mágkonu sinni né bróður sínum. Hann segir árið hafa verið erfitt fyrir fólk í samböndum. 

Í viðtali við ET! segir Affleck að hann gæti ekki sagt til um hvort að eldri bróðir hans og Ana de Armas myndu byrja einhvern tímann saman aftur. Honum þykir þó leitt ef þau gætu ekki unnið úr vandamálum sínum. 

„Raunveruleikinn er sá að ég held að þetta ár hafi verið mjög erfitt fyrir fólk í samböndum. Ég gæti ekki vitað það þar sem ég er einhleypur en ég skal veðja að fyrir fólk sem er í samböndum hefur þetta verið krefjandi fyrir samböndin,“ sagði Affleck. „Og mér finnst Ana vera svo yndisleg, fyndin, klár og heillandi manneskja. Ég held að það verði ekkert mál fyrir hana að hitta einhvern annan.“

Ben Affleck og Ana de Armas eru hætt saman.
Ben Affleck og Ana de Armas eru hætt saman. Samsett mynd

Affleck finnst mikið til fyrrverandi mágkonu sinnar koma og telur að hún eigi eftir að vinna til margra verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Blonde. „Hún á eftir að eiga gott ár. Ég hef ekki miklar áhyggjur af henni.“

Affleck hefur heldur ekki áhyggjur af bróður sínum. „Og ég mun vera til staðar til að hjálpa Ben í gegnum þetta en ég held að hann eigi ekki eftir að glíma við vandamál,“ sagði yngri bróðirinn Affleck. „Mín ráð til þeirra væri að hugsa vel og lengi um þetta af því að vera í útgöngubanni einn er ekki skemmtilegt ef þú ert einhleypur.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.