Dolly minnist bróður síns

Dolly og Randy Parton.
Dolly og Randy Parton. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Randy Parton er látinn 67 ára að aldri. Dolly Parton minnist bróður síns í fallegri færslu á Instagram þar sem hún segir að hann hafi tapað baráttunni við krabbamein. 

Randy kom fram með systur sinni reglulega og sungu þau oft saman í þemagarði hennar, Dollywood. 

„Við fjölskyldan syrgjum hann en á sama tíma vitum við að hann er á betri stað en við erum á núna. Við erum trúarinnar fólk í fjölskyldunni og trúum því að hann sé öruggur með Guði og að aðrir fjölskyldumeðlimir sem hafa kvatt hafi tekið á móti honum opnum örmum,“ skrifaði Dolly. 

Dolly sjálf varð 75 ára í vikunni en þau Randy koma úr stórum systkinahópi. Systkinin voru alls 12. 

Síðasta tónlistarverkefni þeirra systkina saman var jólaplata Dolly sem kom út um jólin. Þar spilaði hann ásamt Dolly og dóttur sinni Heidi lagið You Are My Christmas. 

View this post on Instagram

A post shared by Dolly Parton (@dollyparton)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.