Sótti um nálgunarbann gegn eiginmanninum

Leikkonan Christina Ricci.
Leikkonan Christina Ricci. AFP

Leikkonan Christina Ricci sótti um nálgunarbann gegn eiginmanni sínum James Heerdegen á miðvikudaginn. Ricci segir Heerdegen hafa beitt sig ofbeldi oft og er hún nú hrædd um líf sitt og sonar þeirra. 

Heerdegen var úrskurðaður í nálgunarbann seinna um daginn. Hann þarf að halda sig í 90 metra fjarlægð frá eiginkonu sinni og syni og má ekki hafa samband við þau að því er fram kemur á vef TMZ. 

Leikkonan sótti um skilnað við eiginmann sinn í fyrra vegna heimilisofbeldis sem hófst í lok árs árið 2019. Skilnaðurinn dróst á langinn vegna kórónuveirunnar. Hún segist hafa verið föst í húsi með ofbeldismanni sínum í útgöngubanni.

Ricci heldur því fram að Heerdegen hafi ráðist á sig tvisvar í júní á meðan fjölskyldan var í útgöngubani. Hann á að hafa elt hana um húsið og reynt að koma í veg fyrir að hún hringdi í neyðarlínuna eftir rifrildi. Hann hafi dregið hana út í garð og hent henni í eldstæði þar sem hún lá í sárum sínum. Í seinni árásinni á hann að hafa hrækt á Ricci, hellt á hana kaffi og hent stól í hana á meðan sex ára gamall sonur þeirra horfði á. 

Lögmaður Heerdegens segir í samtali við TMZ að umbjóðandi hans vilji fá nálgunarbann gegn Ricci. Hann segir hana ofbeldisfulla vegna vímuefnanotkunar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.