NYT gerir heimildarmynd um Britney Spears

Lögráðamannsmál Britney Spears verður tekið fyrir í nýrri heimildarmynd frá …
Lögráðamannsmál Britney Spears verður tekið fyrir í nýrri heimildarmynd frá blaðamönnum New York Times. AFP

Heimildarmynd um tónlistarkonuna Britney Spears er í bígerð hjá New York Times. Í myndinni verður lögráðamannsmál hennar skoðað og samfélagsmiðlahreyfingin #FreeBritney. 

Stikla fyrir Framing Britney Spears kom út í dag en ráðgert er að myndin verði aðgengileg á streymisveitunni Hulu 5. febrúar næstkomandi.

Faðir Britney, Jamie Spears, hefur verið lögráðamaður hennar í 12 ár vegna andlegra veikinda hennar. Í nóvember var ósk hennar synjað fyrir dómstólum um að hann yrði ekki aftur gerður lögráðamaður hennar, en hann hafði stigið tímabundið til hliðar vegna veikinda ári áður.

Í heimildarmyndinni verður mál Britney fyrir dómstólum skoðað í þaula auk þess sem kenningar um andlega heilsu hennar og getu verða skoðaðar. 

#FreeBritney-hreyfingin verður einnig skoðuð en aðdáendur Britney halda því fram að henni sé haldið gegn vilja sínum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.