Getur ekki horft á sjálfan sig í Harry Potter

Leikarinn Matthew Lewis hefur breyst mikið síðan hann lék í …
Leikarinn Matthew Lewis hefur breyst mikið síðan hann lék í Harry Potter.

Leikarinn Matthew Lewis á erfitt með að horfa á sjálfan sig í kvikmyndunum um Harry Potter. Hann segir að það sé óþægilegt að sjá sjálfan sig túlka karakterinn því hann hafi verið svo líkur honum á þessum tíma. 

Lewis fór með hlutverk Nevilles Longbottoms í kvikmyndunum átta um galdrastrákinn Harry Potter. Hann var á unglingsaldri þegar myndirnar voru gerðar. Persóna Longbottoms er óöruggur vinafár drengur sem á erfitt með að passa inn með hinum krökkunum. 

Í viðtali við New York Times segir Lewis að það sé óþægilegt að sjá sjálfan sig leika persónu sem er svona lík honum. Hann kunni mun betur við að fara með hlutverk einhvers sem er gjörólíkur honum, eins og hlutverk lögregluþjóns eða ofurríks bankamanns. 

„Stundum er það sársaukafullt að sjá hversu mikið af mér er í Neville. Þegar ég horfi hugsa ég: „Þetta er ekki Neville, þetta ert þú,““ sagði Lewis. 

Leikstjóri síðustu fjögurra Harry Potter-kvikmyndanna, David Yates, segir að Lewis hafi orðið sjálfsöruggari, forvitnari og metnaðargjarnari með árunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler