Með áfallastreituröskun eftir sambandið við LaBeouf

FKA Twigs greinir frá því að hún hafi verið með …
FKA Twigs greinir frá því að hún hafi verið með áfallastreituröskun eftir samband sitt við leikarann Shia LaBeouf. Skjáskot/Instagram

Söngkonan FKA Twigs segist hafa verið greind með áfallastreituröskun eftir samband sitt við leikarann Shia LaBeouf. FKA Twigs, sem heitir réttu nafni Tahliah Debrett Barnett, hefur lagt fram kæru gegn honum vegna líkamslegs og andlegs ofbeldis. 

Barnett og LaBeouf hættu saman árið 2019. Hún sagði í hlaðvarpsþætti Louis Theroux að hún hefði verið hrædd við hann og fundist hann reyna að stjórna sér. Hann hefði ekki leyft sér að horfa í augun á öðrum karlmönnum.

LaBeouf hefur neitað öllum ásökunum og sagt þær ekki réttar en hefur einnig beðist afsökunar á að hafa sært hana.

Í viðtalinu við Theroux fer Barnett yfir samband þeirra en þau kynntust við tökur á kvikmyndinni Honey Boy árið 2018. Leiðir þeirra skildi í maí 2019. Í desember á síðasta ári lagði Barnett fram kæru gegn honum. 

Hún segir að fyrstu mánuðirnir í sambandinu hafi verið dásamlegir en svo hafi hún tekið eftir því að hann varð æ afbrýðisamari og reyndi að stjórna henni. 

„Þegar ég var viðkunnanleg við þjóna eða kurteis fannst honum ég vera að reyna við þá eða að reyna að eiga í sambandi við einhverja aðra. Það eina sem ég var að gera var að panta pasta og vera kurteis,“ sagði Barnett. 

Hún segir að smám saman hafi hún dregið sig inn í skel til að þóknast honum og á endanum hafi hún verið farin að horfa bara niður fyrir sig þegar hún var í margmenni. 

„Hann vakti mig oft um miðja nótt til að saka mig um að hafa gert alls kyns hluti. Hann sakaði mig um að horfa upp í loftið og hugsa um að fara frá sér. Hann sakaði mig um að vilja vera með einhverjum. Þetta var alltaf á milli klukkan fjögur og sjö á nóttunni,“ sagði Barnett. 

Hún segir að þegar hún loksins þorði að hringja í hjálparsíma fyrir þolendur ofbeldis hafi runnið upp fyrir sér að hún þyrfti að losna úr sambandinu.

BBC 

Shia LaBeouf.
Shia LaBeouf. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.