Nýr tengdasonur Trumps af ríkum ættum

Tiffany Trump, Donald Trump og Michael Boulos.
Tiffany Trump, Donald Trump og Michael Boulos. Skjáskot/Instagram

Yngsta dóttir Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Tiffany, tilkynnti trúlofun sína og Michaels Boulos daginn sem faðir hennar lét af embætti hinn 20. janúar. Boulos hefur heldur betur stimplað sig inn í fjölskylduna en trúlofunarhringurinn sem hann gaf Trump kostar 155 milljónir íslenskra króna.

Boulos er af efnuðum ættum, fæddist í Líbanon en ólst upp í Nígeríu. Hann flutti svo til London til að fara í háskóla en hann úskrifaðist frá Regent-háskóla. 

Faðir hans er Massad Boulos en hann stofnaði viðskiptastórveldið Boulos Enterprises sem er metið á milljarða bandaríkjadala. Þá hefur Boulos gefið út að sonur hans muni erfa stórveldið. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Aðalatriðið er að þú sért það sjálfur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum er ekki nóg bara að heyra það sem sagt er heldur þarf líka að taka með í reikninginn hvernig hlutirnir eru settir fram. Aðalatriðið er að þú sért það sjálfur.