Tilnefnd til Myndlistarverðlauna

Frá sýningu Margrétar H. Blöndal.
Frá sýningu Margrétar H. Blöndal.

Ákveðið hefur verið hvaða myndlistarmenn eða myndlistartvíeyki eru tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna sem Myndlistarmaður ársins. Það eru þau Haraldur Jónsson, Margrét H. Blöndal, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, og Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir.

Ljósmynd: Owen Fiene.

Þá eru þrír myndlistarmenn tilnefndir til Hvatningarverðlauna ársins, þau Andreas Brunner, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Una Björg Magnúsdóttir.

Verðlaunin verða afhent 25. febrúar næstkomandi og þá verður einnig, í fyrsta skipti, veitt sérstök heiðursviðurkenning og viðurkenning vegna myndlistarútgáfu á liðnu ári.

Sýning Haralds Jónssonar.
Sýning Haralds Jónssonar.

Myndlistarráð stendur nú í fjórða skipti að úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert, jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar.

Verðlaunin Myndlistarmaður ársins eru veitt myndlistarmanni sem þykir hafa skarað fram úr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á síðastliðnu myndlistarári. Hvatningarverðlaun verða veitt starfandi myndlistarmanni sem nýlega hefur komið fram á sjónarsviðið og vakið athygli með verkum sínum. Almenningur, myndlistarmenn og fræðimenn á sviði myndlistar tilnefna til verðlaunanna og myndlistarráði barst að þessu sinni 171 innsend tilnefning. Við val á verðlaunahöfum hefur dómnefnd í huga að verk myndlistarmanna skari fram úr og að viðkomandi séu fulltrúar þess sem best er gert á sviði íslenskrar samtímamyndlistar.

Verk Selmu og Sirru Sigrúnar.
Verk Selmu og Sirru Sigrúnar.

Hin nýja Heiðursviðurkenning fellur í skaut starfandi myndlistarmanns fyrir heildarframlag hans til íslenskrar myndlistar. Viðurkenning fyrir útgefið efni, hvort heldur sem er í prentuðu eða stafrænu formi, er veitt stofnun, einstaklingi eða fyrirtæki sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist. Myndlistarráð tekur ákvörðun um hverjir hljóta viðurkenningar, en í ráðinu situr fulltrúi frá mennta- og menningarráðuneyti, Listasafni Íslands og Listfræðafélagi Íslands ásamt fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna.

Dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna skipa að þessu sinni

Helgi Þorgils Friðjónsson, sem er formaður dómnefndar og jafnframt Myndlistarráðs, Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, Helga Óskarsdóttir, Valur Brynjar Antonsson og Þorbjörg Jónsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant